"Ekki við stjórnendur ... að sakast"

Þar höfum við það: "Það er ekki við stjórnendur eða starfsmenn Glitnis að sakast."

Þar með hlýtur að vera fallin sú röksemd að stjórnendurnir þurfi há laun sökum þess hve mikil ábyrgð er á þeirra herðum.  Eftir stendur hversu eftirsóknarverðir þeir eru vegna yfirburðarhæfileika.  Ofurmenni.  Hrun alþjóðlega fjármálaheimsins hlýtur að veikja þá röksemd einnig.

Það eru ekki einhver náttúruöfl að verki eins og skilja má af fréttum.  Látið er í það skína, eða sagt berum orðum, að ekkert sé stjórnendunum að kenna heldur sé það bara þessi grimma vonda alþjóðlega fjármálakreppa sem veldur þessu öllu.  Hvernig lítur hún út þessi alþjóðlega fjármálakreppa?  Er ekki rétt að refsa henni þá? Er hún kannski ósýnileg eins og veðurguðirnir?

Auðvitað eru það uppsöfnuð mistök og glæfraskapur stjórnenda banka út um allan heim sem veldur alþjóðlegri fjármálakreppu.  Sumir eiga minni sök, aðrir meir.  Þetta er mannanna verk og ber ekki að líta á eins og hverja aðra ófyrirsjáanlega náttúruvá.  Gjaldþrot hennar er gjaldþrot ákveðins gildismats og pólitískrar stefnu.  Alþjóðleg fjármálakreppa er afurð ákveðins fjármálakerfis og það kerfi þarf að endurskoða.


mbl.is Geta treyst styrk Glitnis áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleyg orð Ólafs

Mér finnst Óli Stef snillingur.  Viskan drýpur af honum þessa dagana.  Fleygu orðin úr þessu viðtali koma ekki fyrir í íslensku útgáfunni en mér finnst rétt að halda þeim til haga hér.  Þau koma í framhaldi af spurningunni um álfana:

"Þetta snýst ekki svo mikið um að "trúa" í venjulegum skilningi þess orðs, heldur frekar um að njóta og hafa gaman af þeim möguleika að þeir séu til," segir hann. "Og það skiptir ekki máli hvort einhver dæmi þig eða ekki fyrir að halda þeim möguleika opnum í huga þér, vegna þess að það er skemmtilegur möguleiki sem að lýsir upp lífið og gerir það litríkara."

Lífssýnin hjá þessum manni er til eftirbreytni.  Þetta tónar við það sem kemur fram fyrr í greininni, þar sem hann segist vera tilvistarsinni, og útskýrt er sem sú afstaða að "... það skipti ekki máli hvort Guð sé til eða ekki, maður skapi sitt líf sjálfur, og með því setji maður fordæmi fyrir aðra."

Mér dettur í hug barátta bókstafstrúarmanna úr Vantrú við bókstafstrúarmennina í hinum ýmsu Kristnu söfnuðum.  Það kemur mér oft á óvart hvað sú deila birtist í hatrömmum myndum miðað við hvað báðir aðilar telja sig umburðarlinda, kærleiksríka og skynsama.  Óli lýsir hins vegar afstöðu hér sem ég ætla að fullyrða að tóni betur við sjálfsmynd talsmanna beggja hópa, hvort sem þeir sækja þá mynd til kærleika Krists eða siðmenningarinnar eftir tíma Upplýsingarinnar.

Það er þannig með alla hluti - líka Guð og álfa og bleika fíla - að maður getur ekki afsannað tilvist þeirra.  En birtist þeir getur maður vitað að þeir séu til.  Vantrúarmenn eru að því leyti í heldur verri stöðu en þeir sem telja sig hafa séð álfa eða Guð.  Þeir verða að halda báðum möguleikum opnum til þess að fylgja þessum orðum - "lýsa upp lífið og gera það litríkara."  Þeir geta ekki vitað betur.  Hvað varðar þá sem telja sig hafa séð eitthvað af þessu, þá er það ekki í neins annars valdi að rengja það.  Sá möguleiki er fyrir hend að þeir geti vitað og fyrir þeim sé því aðeins einn möguleiki.  Það er hins vegar alveg bundið við þá einstaklinga sjálfa sem verða vitni að því og meðan þeir geta ekki sýnt öðrum það sem þeir urðu sjálfir vitni að eiga þeir ekki að svifta þá þeim heillandi möguleika að ekki sé neinn Guð, engi álfar eða engir bleikir fílar. 

Mér finnst þetta allavega geta gengið í báðar áttir og báðir möguleikar jafn heillandi.


mbl.is Af álfum og hákarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verjast þarf fleiri björnum en þeim rússneska

Á meðan ríkið setur upp Varnarmálastofnun og leggur í mikinn kostnað við að verja landið og lofthelgina fyrir rússneska birninum og öðrum illmennum, þá bendir Þór Jakobsson veðurfræðingur á að líklegast væri rétt að auka eftirlit með öðrum blóðþyrstum björnum, nefnilega hvítabjörnum, eins og sjá má hér í frétt vísis.  Hann vill að fjölgað verði ísflugferðum Landhelgisgæslunnar í ljósi bjarnaheimsókna síðustu vikna.

Það er náttúrulega samt soldið gamaldags að stunda einhverja ísflugsleiðangra.  Það er miklu skemmtilegra fyrir ráðamenn, og meira inn í dag, að vígbúast allskyns tólum og tækjum sem nota má gegn óskilgreindum ógnum.  Óskilgreindar ógnir eru nefnilega svo askoti heppilegar að því leyti að hugarflugið eitt getur takmarkað hvernig nauðsynlegt er að bregðast við þeim.  Það getur réttlætt hin forvitnilegustu tæki og tól sem gaman er að skoða, fikta í og stjórna.

Skilgreind ógn eins og ísbjörn er bara hundleiðinleg.  Þá sér hver heilvitamaður að ástæðulaust er að hafa meiri viðbúnað en deyfibyssu, búr og einfalda eftirlitsflugvél.  Það er ekkert fútt í því.


Upplýsingamiðlun

Þetta er vissulega ein aðferð til þess að koma á framfæri upplýsingum. Það verður spennandi að sjá hvað það er sem þeir vildu segja en gátu ekki eða vildu ekki segja beint.  Það er í það minnsta engin ástæða til þess að fullyrða að þessi skjöl hafi lent þarna fyrir mistök.

 Humphrey og Bernard

Sir Humphrey Appleby hefði í það minnsta örugglega haft þessa aðferð í vopnabúri sínu.  Ég væri eiginlega hissa ef þetta er ekki frá honum komið.

Nú munu fara í umferð upplýsingar sem hafðar verða fyrir satt - sér í lagi þar sem leyniþjónustan missti þær frá sér án þess að ráða neinu um það, ekkert ritskoðað, ekki neitt.  Sem er auðvitað bull.

En svo heppilega vill til að leyniþjónustan og stjórnvöld munu geta varist allra frétta og neitað að tjá sig um málið.  Upplýsingarnar virka samt áfram sem sú réttlæting sem þær áttu alltaf að vera.  Svo seinna þegar í ljós kemur að allt var uppspuni, þá verður ekki hægt kenna stjórnvöldum og leyniþjónustunni um neitt.  Þá verða það bara fjölmiðlarnir sem fóru offari, ef eitthvað var. Þögn.

En þetta veit BBC auðvitað og ætti ekki að falla fyrir þessu.  Það hefur ýmislegt safnast í reynslubanka blaðamanna síðan 11. september 2001 og í gegnum eftirleik atburðanna sem áttu sér stað þá.

Það verður samt spennandi að sjá hvort eitthvað kemur út úr þessu.


mbl.is Bresk leyniskjöl fundust í lest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum mannaveiðum Bandaríkjamanna

Nú er lag að lýsa vanþóknun okkar á hernaðarhyggju Bandarískra stjórnvalda.  Kannski getur það eitthvað bætt fyrir stuðning okkar við Írakstríðið í upphafi - en auðvitað ekki samt.  Batnandi mönnum er þó best að lifa.

Nota mætti yfirlýsingu Gutierrez lítið breytta.  Fréttin um það yrði þá:

[ „Þetta eru dapurlegarir fréttirtímar. Ísland Bandaríkin hefurafa hafið [nornaveiðar, og veiðar á saklausum borgurum] eingöngu í ágóðaskyni með hagnaðinn einan að leiðarljósi, án alls eftirlits aðildarríkja hvalveiðiráðsins Sameinuðu Þjóðanna eða samráðs við vísindanefnd öryggisráð þess,“ er haft eftir Gutierrez Geiri.

...

Nú „ættum við að gera meira til að vernda hvalinamannréttindi, en þá fara Íslendingar Bandaríkjamenn í þveröfugua átt.“ ]

Flóknara væri það ekki.

Svo eru hérna tvær viðeigandi myndir í lokin:

 homeland_security_proud

 

Either you are with US


mbl.is Bandaríkin gagnrýna hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Now watch this drive!"

Ákvörðun hans hefur þó ekki haft eitthvað að gera meða þetta glappaskot og meðferð Michaels Moore á því í Fahrenheit 9/11, eða hvað?:

 

 


mbl.is Hætti í golfi vegna Íraksstríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðarauki við þotuleigur tæp 19%

Burt séð frá öllu tali um hvort ríkisstjórn, eða nokkur yfir höfuð, eigi að líta á einkaþotu sem kost við val á ferðamáta, þá er þessi frétt alveg einstaklega illa unnin. 

Hver er fréttin? Hvað er það sem skiptir máli í þessu?

Ef við höldum okkur algerlega við reikningsdæmið sem lagt er fyrir okkur í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu (en horfum ekki til umhverfisþátta, sem margir horfa þó til, eða "flottræfilsháttar" sem nefndur hefur verið en er þó umdeildari) þá eru nokkur atriði mjög athyglisverð.

Í fyrsta lagi er það fyrirsögnin: "Þotuleigan var 4,2 milljónir".  Hvað segir þetta?  Nákvæmlega ekki neitt, það vantar allan samanburð.  Í öðru lagi, hvað með Svíþjóðarflugið? Það vantar allar upplýsingar um það í fréttina jafnvel þó að um þau bæði sé fjallað í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu.

Sé þetta allt tekið saman kemur í ljós að heildarkostnaður við þessi tvö flug var 6,68 milljónir króna en ekki 4,2 milljónir.  Heildarkostnaðaraukinn við þessi tvö flug, miðað við þær forsendur um kostnað við áætlunarflug sem ráðuneytið gefur sér, er 1.050.000 krónur en ekki 200.000 krónur.  Í heildina er þetta því kostnaðarauki upp á tæp 19%.

Ef skoðaður er kostnaðaraukinn við hvort flug fyrir sig þá er hann vissulega ekki hár fyrir það flug sem minnist er á í fréttinni, eða um 5%, en kostnaðaraukinn við það flug sem ekki er greint frá í fréttinni er rúm 46%.

Hefði verið eðlilegt að láta þessa frétt standa undir fyrirsögninni "Þotuleigan var 46% dýrari"?  Nei, ekki frekar en að sú fyrirsögn sem valin var sé eðlileg.  Er þá fyrirsögnin á þessu bloggi rétta leiðin?  Það er spurning, og gerir minna til.  Nálgunin á að finna það sem markvert er í tilkynningunni held að sé þó örugglega nokk skárri hér.

Burt séð frá öllu sem deila má um varðandi ákvarðanir ráðuneytisins í þessum efnum þá er þessi fréttamennska mjög villandi, og ekki hægt að skýla sér bakvið það að hafa sett hlekk á yfirlýsinguna sjálfa, þó svo að það sé töluverð framför miðað við fréttaflutninginn fyrirleitt.

P.s. Hvað er með þetta "einstaka kynningarverð?"


mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Are we that different?

Nú er uppi á youtube síða með verðlaunamyndböndumí ýmsum flokkum fyrir árið 2007.  Sumt af því hef ég séð áður annað ekki.  Sem dæmi hafði ég ekki séð það sem vann flokkinn "Politics", en það er algerlega þess virði að skoða.  Það heitir "Stop the Clash of Civilizations" og hefur fínan boðskap sem orðið hefur undir í hentistefnu fjölmiðlanna og stjórnmálanna.  Það er val hvort við einblínum á muninn milli menningarheima eða horfum á það sem við höfum sameiginlegt. Í því samhengi á svo sem vel við það sem ég setti hér inn áður um "eina jörð, eitt mannkyn".  Við hljótum að fara að opna augun fyrir því að þannig er það, og þar sem við höfum bara eina jörð - en ekki fimm - þá þarf að huga að breytingum strax eins og ágætlega er lýst á ráðstefnu International Forum on Globalization, sér í lagi í fyrirlestri Annie Leonard "the story of stuff".

En hér er "Stop the Clash of Civilizations":


Ted.com - Ideas worth spreading!


Sagan vill oft gleymast

Hræsni

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband