Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2008 | 21:21
Nú skal'ða gerast.... o þó
Nú er að verða komið ár síðan að ég opnaði þetta blogg. Á sínum tíma var það ekki síst gert til þess að prufa að segja álit mitt á fréttum, enda var ég þá að vinna að verkefni sem snerti þátttöku almennings í stjórnmálum í víðum skilningi. Þvert á það sem margir gætu haldið var ástæðan nefnilega ekki sú að dugnaður minn á blogg.bifrost.is hafi valdið því að bloggkerfið þar hafi ekki lengur getað tekið við öllum skrifunum. Satt að segja voru afköstin þar ekki mikið meiri en hér, en þetta er fjórða færslan hjá mér á þessu tíu mánaða tímabili. (þar af voru tvær þeirra í raun fyrst birtar á hhs.blog.is)
Hvað um það. Ég ætla ekki að vera með nein fyrirheit um einhver gríðarafköst, þó svo að allt geti gerst. Einfaldlega eingin fyrirheit, áramótaheit eða hortugheit... jú kannski helst það. Ég er búinn að breyta nafninu á blogginu yfir í "skrifað fyrir skúffuna" og þannig hugsa ég það. Ég nefnilega skrifa alltaf töluvert af hugleiðingum á tölvuna þó svo að það nái ekki út á netið - sem betur fer. Sumt af því mætti þó skaðlaust fara beint á netið held ég og þá er þetta ágætis vettvangur til þess. Hvort einhver les það er svo allt annað mál sem ég skipti mér ekki af. Ég á þá allavega backup af einhverju úr skúffunni minni hjá mbl.
Að lokum, þá rakst ég á ansi skemmtilegt póstkort í bókabúð hérna í London í dag. Þegar ég kom heim fann ég myndina af því á netinu líka, svo að ég læt það fylgja. Það er líka vel við hæfi þar sem þetta snertir Íran rétt eins og fyrsta færslan sem ég setti inn á þetta svæði Það þarf reyndar að rýna aðeins í myndina til þess að sjá hvað uncle Sam er í raun að spila.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 22:07
Enron tengslin
http://news.bbc.co.uk/hi/english/static/in_depth/business/2002/enron/21c.stm
Var svo sem við öðru að búast?
Robert Zoellick verður forstjóri Alþjóðabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.1.2008 kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 23:46
Heimurinn á tímamótum, ekki bara Íslendingar
Það eru ekki bara Íslendingar sem standa á tímamótum í öryggismálum nú á dögum heldur hefur hnattræna hryðjuverkastríðið sem hófst 2001 (The Global War Of Terror) séð til þess að fleiri og fleiri átta sig á að allur heimurinn stendur á tímamótum.
Er vopnavald rétta leiðin til þess að tryggja öryggi, og öryggi hverra er þá verið að tryggja? Í hópverkefni sem ég vann að rétt fyrir síðustu jól, einmitt í tilefni þess að herinn var að hverfa af landi brott, færðum við rök fyrir þeirri niðurstöðu að tækifæri Íslands fælist einmitt í því að byggja upp öfluga þróunaraðstoð sem í færu álíka fjármunir og aðrar þjóðir að jafnaði eyða hlutfallslega í hervarnir. Auk þess að aðstoða fólk sem býr við margfalt minna öryggi en við gerum þá gætum við talað fyrir því á alþjóðavettvangi, af miklum trúverðugleika, að aðrar þjóðir ættu að færa fjárveitingar sínar sem allra mest úr iðnaði, rannsóknum og þjónustu tengdum hernaði yfir í samskonar störf tengd uppbyggingu landa. Þetta er sú afvopnun sem er raunhæft fyrir stjórnendur landa að standa fyrir án þess að setja atvinnumál í heimalandinu í uppnám og leggja feril sinn í stjórnmálum þannig að veði.
Það er engin ástæða til þess að rústa lönd með sprengjum áður en þau eru byggð upp. Slíka þjónustu má inna af hendi án þess að til hernaðar komi. Það er heldur engin ástæða til þess að hræðast um of að veita þjónustuna ókeypis því að þetta eru peningar sem ríki eru nú þegar að eyða og væri eytt á sama hátt en með önnur markmið í huga; í aðrar framleiðsluvörur, aðrar rannsóknir og aðra þjónustu. Ef hægt er að senda skriðdreka og sprengjur til Bagdad þá er hægt að senda vatnsdælur og verkfæri til afríku fyrir sama pening. Það sem þarf að finna leiðir til og passa er að þjónustan komi almenningi í þeim löndum sem á þurfa að halda til góða. Til rannsókna á því má á þennan hátt veita peningum enda örugglega ekki allt fullreynt í þeim efnum.
Þau lönd sem eyða yfirgnæfandi meirihluta þess sem eytt er í hermál árlega eru flest frjálslynd lýðræðisríki sem öll greiða atvinnuleysis- og örorkubætur endurgjaldslaust til þeirra borgara sem á þurfa að halda. Það er því í raun furðulegt að þessi sömu lönd skuli jafn óviljug og raun ber vitni til þess að hjálpa til á heimsvísu öðruvísi en að setja upp ströng skilyrði um endurgreiðslu, og það með vöxtum (eins og Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gera). Það er allra hagur að byggja upp þriðjaheimsríkin og gera þeim kleyft að taka þátt í heimsviðskiptum á sínum forsendum og því á heimsbyggðin ekki að láta neitt stoppa sig í því að einhenda sér í það verkefni. Ef það er gert á þann hátt sem ég hef nefnt hér (og betur er lýst í verkefninu sem sækja má hér) þá verður á tiltölulega stuttum tíma hægt að hætta megninu af þeim hernaðarútgjöldum sem til staðar eru í dag og þróunaraðstoðinni einnig og byrja eðlileg viðskipti með velferðar- og nauðsynjavörur milli allra landa á jafnréttisgrundvelli. Með þessu er ráðist að rót vandans og hervarnir gerðar að mestu leyti óþarfar og árásarherir eins og nokkur lönd búa yfir í dag gerðir algerlega óþarfir og óæskilegir.
Ég vona að Íslandi beri gæfa til þess að nota þessi tímamót til að skipta yfir í öryggismálastefnu á borð við þessa; stefnu sem horfir á allt mannkyn í samhengi.
Íslendingar á tímamótum í öryggismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.1.2008 kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)