Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hljóðbók

Þetta er mjög gott framtak og ég geri nú bara ráð fyrir að lesturinn verði aðgengilegur sem hljóbók á netinu eftir lesturinn.  Það eru margir sem gætu nýtt sér það en fáir sem geta setið og hlustað samfelt í 3-5 sólarhringa Wink
mbl.is Rannsóknarskýrslan lesin upp í Borgarleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óborganlegt

Hér er eitt af þessum óborganlegu viðtölum sem boðið var uppá í gróðærinu – óborganlegt í ýmsum skilningi:

 


http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs


En höfum við lært eitthvað?  Geta sambærilegir hlutir gerst aftur?


Mér þykja teikn á lofti um að þeir geti einmitt gerst fyrr en okkur grunar.


Þá á ég við að jafn vanhæfir og Sjálfstæðismenn voru til að standa að einkavæðingu ríkisfyrirtækja, vegna einstrengingsháttar og gagnrýnissnauðrar oftrúar á þá stefnu, þá virðist mér Samfylkingin nákvæmlega jafn vanhæf til þess að semja um inngöngu við Evrópusambandið af sömu ástæðum.

 

Þegar keyra á stór deilumál með hraði gegnum Alþingi, án þess að fyrir því séu jafnvel annað en huglægar ástæður og óútskýrð óþolinmæði, þá er full ástæða til gjalda varhug við því.


ESB er eitt slíkt mál af mörgum í sögunni.  Icesave annað.


Á meðan Ísland brennur

Á meðan Ísland brennur hyggst Samfylkingin einhenda sér í að byggja Evrópudraum sinn utanum rústirnar – enda hafa teikningarnar staðið lengi klárar á teikniborðinu hjá þeim.


Spurning með að nota sömu nálgun á Hótel Valhöll: byggja bara yfir rústirnar áður en glæðurnar eru slokknaðar.


Nei, sama hversu teikningarnar eru fallegar og væntingarnar til endanlegrar niðurstöðu eru góðar þá verður útkoman ekki góð nema byrjað sé á því að slökkva og vinna grunnvinnuna.
Kostnaður við aðildarviðræður að ESB er það fyrsta sem á að skera niður eins og ástandið er og það síðasta til að bæta við nú um stundir.


Við þurfum að slökkva elda og sópa burt spillingunni.  ESB hjálpar ekkert í þeim efnum heldur dreifir það kröftum okkar og sóar takmörkuðum peningum. 


Þetta er alveg burtséð frá því hvort Ísland eigi heima í ESB í framtíðinni eða ekki.


Er allt búið og engin von fyrir Ísland?

Ég hafði nú ekki áttað mig á þessu fyrr, en textinn við íslenska framlagið í Eurovision er kannski svolítið viðeigandi þetta árið.  Tengist hann efnahagshruninu?  Er jafnvel verið að biðla til Evrópusambandsins?  Mun sendinefndin leggjast á hnén og syngja í þessum stíl þegar þar að kemur... Vonum að Eurovision verði látið duga, þetta er allavega vel gert.

 

You say you really know me
You're not afraid to show me
What is in your eyes
So tell me 'bout the rumours
Are they only rumours?
Are they only lies?

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true? (Is it true?)
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you? (Was it you?)
Did you tell me
You would never leave me this way?

If you really knew me
You couldn't do this to me
You would be my friend
If one of us is lying
There's no use in trying
No need to pretend

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true? (Is it true?)
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you? (Was it you?)
Did you tell me
You would never leave me this way?

Is it true? (Is it true?)
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you? (Was it you?)
Did you tell me
You would never leave me this way?

(Is it real?)
(Did I dream it?)
Will I wake from this pain?
Is it true? (Is it true?)
Is it over?
Baby, did I throw it away?
Ooh... is it true?
 

 


"If you give people power without oversight, it is a prescription for abuse"

Mjög áhugaverður fyrirlestur um það hvernig vald spillir og mikið vald gjörspillir.  Fjallar einnig um hvernig slæmir hlutir gerast vegna "ég vinn bara hérna" viðhorfsins, þ.e.a.s. þegar fólk firrir sig ábyrgð og stendur ekki á eigin siðferðisgildum.

 

Myndbandið er fengið af slóðinni http://www.ted.com/talks/view/id/272 .


Þingsalur þjóðarinnar

Ég hef nýverið opnað síðu þar sem ég kynni hugmyndir um hvernig gera má almenningi kleift að taka virkan þátt í stjórnun landsins með hagnýtingu internetsins.  Sú hugmynd á vel við í tengslum við stjórnlagaþing, en ég hef þó í huga einfaldari útfærslu fyrir það tiltekna mál - útfærslu sem fljótlegt væri að forrita og koma í gagnið.  Grunn að því kerfi sem ég kynni á síðunni mætti byggja fyrir stjórnlagaþingið og nota svo áfram fyrir Alþingi, sveitastjórnir og mest alla opinbera starfsemi.  Starf stjórnlagaþingsins sjálfs gæti einnig þurft að taka mið af þeirri hugsun, og þeirri raunhæfu tillögu að útfærslu, sem þar er lýst.  Ég mun setja meira um það mál inn á síðuna á næstunni.

Slóðin er http://www.hugveitan.is


mbl.is Lýðræðisskólinn sem þjóðin nam aldrei við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugsnúinn heimur

Það er svolítið merkilegt að bitastæðustu viðmælendurnir og fréttirnar skuli helst birtast í grínþáttum.  Hér er dæmi um viðmælenda, Naomi Klein, sem ætti að vera um allt í heiðvirðum fjölmiðlum en nær helst í gegn á grasrótarstöðvum eins og Democracy Now! eða grínþáttum eins og þessum hér:

Bókin sem hún sendi frá sér síðast, The Shock Doctrine, er sérstaklega áhugaverð fyrir Íslendinga nú þegar við liggjum flöt fyrir fótunum á hverjum þeim sem vilja troða á okkur.  Þar koma fremst í flokki Bretar, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þær klíkur sem honum tengjast.  Ég trúi því þó ekki fyrr en ég tek á því, að við látum troða á okkur.


Hvað var Vilhjálmur að vilja?

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins og einn aðal talsmaður þess að Ísland leiti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), mætti Ögmundi Jónassyni í Kastljósinuí gærkvöldi og tala fyrir þessari skoðun sinni.  Maður hallast að því að hann, sem fyrrum stjórnarmaður IMF, hljóti að vita betur en margir aðrir og ég var því spenntur að heyra hvað hann hefði bitastætt fram að færa.

Hér fer svo til orðrétt partur úr viðtalinu: (ég nenni ekki að eltast við þegar þau tala hvert ofan í annað.)

Vilhjálmur: "Bara til þess að tala um Argentínu, þróunarlöndin og öll þessi lönd.  Sko, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki skapað eina einustu krísu í einu einasta landi.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar komið inn og reynt að aðstoða þjóðir og koma þjóðunum út úr því ástandi sem að þær voru komnar í."

Jóhanna Vilhjálms: "Það eru nú deildar meiningar um það"

Vilhjálmur: "Nei. Nei, nei, nei, nei,. Það eru engar deildar meiningar um það.

Jóhanna: "Hvernig geturðu haldið því fram?"

Vilhjálmur: "Af því, það eru engar deildar meiningar um það að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki búið til eina einustu krísu í einu einasta landi."

Ögmundur: "Þetta er alrangt Vilhjálmur."

Vilhjálmur: "Nei, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki beðið eitt einasta land um það að fá að koma inn."

Þvílík ósvífni.  Hvað er maðurinn að vilja með svona tali?  Hann hengir sig í það tæknilega atriði að IMF komi ekki að málum fyrr en að í einhvers konar óefni sé komið. Hans skilningur er sá að ef komin er upp krísa þá sé ekki lengur hægt að skapa krísu.  Leiti maður til læknis með kvef, fái við því ólyfjan og endi með hjartastopp af henni, þá er í skilningi Vilhjálms ekki hægt að halda því fram að læknirinn hafi verið valdur að veikindum manns.  Maður var jú veikur fyrir - með kvef.

Þetta styrkir samt kannski enn frekar það sem ég sagði í síðustu færslu, um einstrengingsháttinn í stefnu IMF.  Þarna kemur gamall stjórnarmaður IMF og lætur í það skína að störf IMF séu svo að segja óumdeilanleg - ekki aðeins óumdeild heldur einmitt óumdeilanleg.  Tregðan hjá IMF hefur verið gífurleg við það að horfast í augu við árangursleysi og slæmar afleiðingar gjörða sinna, en gagnrýnisraddirnar hefur ekki skort.  Haldin hafa verið fjöldamótmæli gegn þeim og þeirra skilyrðum víðsvegar um þriðja heiminn án þess að hátt fari um í vestrænum fjölmiðlum.  Mýgrútur af greinum og bókum hefur einnig verið skrifaður.  Getur það verið að ekkert af þessu nái inn á borð stjórnar IMF? Þá er sjóndeildarhringurinn þröngur.

Það stendur áfram að ef við verðum að leita til IMF þá vonast ég bara til þess að skilyrðin verði léttvæg eða engin.  Þó að ekkert í sögu stofnunarinnar síðustu árin bendi sérstaklega til þess, þá er staðan hér ólík öðrum sem leitað hafa til sjóðsins auk þess sem að alvarlega kreppir um allan heim að þeirri hugmyndafræði sem sjóðurinn byggir á.  Þrátt fyrir hættu á þvermóðskufullrum tilraunum innan sjóðsins við að halda í gömlu stefnuna má segja að eitt af því sem gæti hjálpað til sé það að erfitt yrði fyrir sjóðinn að verja aðgerðir sínar í öðrum löndum ef aðgerðir þeirra í því landi sem efst var á lífsgæðalista Sameinuðu Þjóðanna (HDI - menntun, lífslíkur og landsframleiðsla per mann) í fyrra falli alvarlega og ekki ná sér á strik aftur þrátt fyrir aðkomu þeirra, og eftir að hafa sjálfviljugt tekið upp mörg af helstu læknisráðum sjóðsins áratuginn á undan.  Þá færi að vera erfitt að neita þeirri kröfu að skuldum verði aflétt af þróunarríkjunum skilyrðislaust sökum þess hvernig stofnað var til þeirra og hvernig þeim er viðhaldið.


Glapræði

Skilmálar IMF hafa einungis breyst að forminu til undanfarið.  Í stað þess að áður var yfirlýst "one size fits all" stefna þá er hún núna bara falin.  Fyrsta breytingin sem varð eftir að menn urðu að viðurkenna að þetta virkaði ekki var í meginatriðum sú að bætt var skilyrðum um lýðræðisvæðingu ofaná efnahagspakkann sem fyrir var.  Þegar það dugði ekki til að halda andlitinu varðandi "one size fits all" stefnuna varð breytingin sú að stjórnvöld í hverju landi sem leita til bankans gera nú áætlun um hvernig þau skuli ná sér út úr vandanum. Þau skila inn svokölluðu PRSP (Poverty Reduction Strategy Papers).  Þetta hljómar vel en reyndin er sú að þessa áætlun þarf IMF að samþykkja og hugmyndafræðin innan IMF hefur lítið eða ekkert breyst.  Hugmyndafræðin er, eins og hún hefur alltaf verið, algerlega undir stjórn Bandaríkjanna.  Þar kemur reyndar meira til en hið augljósa misræmi í atkvæðum en Bandaríkin hafa þar langmest atkvæðavægi eða tæp 17% meðan flest ríki eru með langt innan við 1% (enda ríkin hátt í 200).  Bretar, Japanir, Þjóðverjar, Frakkar og fleiri vel stæðar þjóðir eru þó með um og yfir 5% svo enn verður minna til skiptana fyrir hina.  Atkvæðavægi fer sem sagt eftir efnahag.  Löndin sem helst þurfa aðstoð ráða því yfirleitt litlu sem engu um starfsemi og stefnu sjóðsins.  Atkvæðavægi Íslands er 0.06%. (http://www.imf.org/external/np/sec/memdir/members.htm)

Reyndin er sú að enn er við lýði sú stefna hjá sjóðnum sem leikið hefur mörg þróunarlöndin grátt og verið hefur að falla um sjálfa sig um allan heim undanfarið: Frjálshyggjan.  Uppskriftin er sú að einkavæða, taka upp flotgengi og almennt sjálfstæði seðlabanka, draga úr ríkisútgjöldum svo sem í mennta- og heilbrigðismálum og fleira þeim þessum dúr.  Við erum svo sem búin að gera margt af þessu ótilneydd og þannig lukkast það örugglega betur ef á að gera það á annað borð.  Ég mundi fyrir mitt leyti þó vilja leita annarra og nýrra leiða.  Við þurfum ráðrúm til að vinna úr mistökunum sem gerð hafa verið hingað til áður en við fetum sömu leið tilneydd af IMF. Við þurfum svigrúm fyrir tilraunir með aðra og nýja hluti.

Ég get svo sem ekkert um það fullyrt að Ísland geti ekki fengið einhverja sérmeðferð þarna sem hluti af vesturlöndum.  Mig minnir að Bandaríkin hafi jafnvel fengið eitthvað sérúrræði þarna fyrir skömmu - og skyldi engan undra miðað við vægi þeirra og vinaþjóða innan sjóðsins.  Ég er hins vegar ekki trúaður á að Ísland fengi slíka meðferð, komandi til sjóðsins í svipað vonlausri stöðu og Glitnir til seðlabankans þ.e.a.s án útgönguleiðar, og einnig í ljósi afstöðu Bandaríkjamanna og Breta til kreppunnar hér á landi hingað til.

Ég vara eindregið við því að fara með einhverja glýju í augunum undir verndarvæng stofnunar eins og þessarar.  Sumir virðast vilja gera það á þeim forsendum að íslenskir ráðamenn séu spilltir, óhæfir og vonlausir.  Það má vel vera að svo sé, en ef við erum svo ráðalaus hér heima að geta ekki ráðið við litlar samtryggingarklíkur eins og stjórnmálaflokkana og viðskiptagengin þá er alveg öruggt að við höfum engin ráð gegn klíkuskapnum í IMF - eða ESB ef því væri að skipta.  Hugmyndafræðin sem hrynur þessa dagana er ekki upprunnin á Íslandi.

Úthýsing (out-sourcing) á stjórn ríkisins er versta mögulega leið til þess að vinna gegn spillingu heimafyrir.  Hún er ekki ráð heldur uppgjöf.  Við eigum nóg af góðu fólki og við fáum ekki viðráðanlegri spillingu en þá sem kann að ríkja á Íslandi í dag.  Við þurfum bara að standa saman almenningur og gera eitthvað í málunum.  Til er ég.


mbl.is Vill fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskipta- og fjárfestingabankar

Hreiðar Már og fleiri tala nú um að Glitnir hafi haft lítið hlutfall af innlánum í starfsemi sinni og það hafi verið veikleiki þeirra miðað við hina stóru bankana.

Talað hefur verið um að skilja að fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi rétt eins og gert var eftir kreppuna 1930 í Bandaríkjunum.  Geir Haarde hefur sagt að ástandið í þar sýni einmitt fram á að slíkur aðskilnaður sé slæmur.  Ástæðan sé sú að þannig standi fjárfestingabankarnir veikari því þeir hafi ekki það jafna tekjustreymi sem viðskiptabankarnir hafa.

Þetta hljómar allt mjög sennilegt, þ.e.a.s. það er mjög sennilegt að banki sem hefur digra sjóði af sparnaði landsmanna til umráða geti tekið áföllum í áhættustarfsemi sinni betur en banki sem hefur engan slíkan grunn.

En þá er spurningin sú hvort ekki beri að meta þessa virkni sparifjárins sparifjáreigendum til tekna en ekki einungis þeim áhættusæknu?  Er það gert?  Yrði raunsannur kostnaður við áhættustarfsemi ekki betur ljós með aðskilnaði á þessu tvennu?  Þá á ég við að ef þetta er aðskilið þá þýðir það ekki að fjárfestingabankar geti ekki tekið spariféð á langtímalánum af viðskiptabanka og nýtt skynsamlega við áhættustýringu sinnar starfsemi.  Munurinn væri bara sá að þannig væri gildi þess fyrir áhættustarfsemina metið að verðleikum.  Langtímalánin væru veitt á markaði þar sem margir aðilar kæmu að bæði framboði og eftirspurn.   Þetta væri einnig hreinlegra að því leyti að þá væri viðskiptabankinn hagsmunagæsluaðili sparifjáreigenda meðan fjárfestingabankinn væri hagsmunagæsluaðili þeirra sem taka vildu meiri áhættu með sína fjármuni.  Gallinn er samt auðvitað sá að fyrirtæki hafa alltaf hærri Herra en viðskiptavinina, þ.e.a.s. eigendurna, en miðað við að samkeppni ríki þá ættu sparifjáreigendur að sjá virði þeirra þolinmóða fjármagns metið að verðleikum í hærri vöxtum heldur en þegar bankar geta haft þá tryggingu sem þetta er áhættustarfsemi þeirra sér að kostnaðarlausu en þó gripið hennar til ef eitthvað bjátar á.  Það er það sem orð Hreiðars Más og Geirs Haarde raunverulega þýða, ekki satt?

Í fljótu bragði sýnist mér að þetta gæti verið bót á núverandi kerfi.  Vissulega ekki róttæk, en ágætis byrjun.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband