Hugmynd að lausn

Ég vil nú bara kasta fram smá hugmynd, því það má mikið til vinna til þess að forða stríði við Írani eins og þessi frétt gefur til dæmis til kynna.

Íranar setja fram réttmæta kröfu um það að ef að þeir eigi að hætta að auðga úran þá skuli aðrar þjóðir gera slíkt hið sama; eitt skuli yfir alla ganga. VIð vitum að þó svo að krafan sé réttmæt þá er hún ekki raunhæf. Við vitum einnig að það er engum til góðs að Íranar geti komið sér upp kjarnorkuvopnum.

Lausnin fælist í endurskipulagningu kjarnorkueftirlitsins. Í dag er stofnun undir Sameinuðu Þjóðunum sem sér um eftirlit með kjarnorkuvinnslu, en það er upp og ofan með það hvort þeir fá að athafna sig með fullnægjandi hætti. Ef dæminu væri snúið við og öll kjarnorkuvinnslan sjálf væri á hendi Sameinuðu Þjóðanna en eftirlitið á hendi landanna sem kjarnorkuverin eru staðsett í, þá væri möguleiki á því að eitt gæti gengið yfir alla og tortryggni yrði eytt. Löndin væru sjálf í eftirlitshlutverki gagnvart alþjóðlegri stofnun sem starfaði inni í þeirra landi og það mundi skila sér í mun skilvirkara eftirliti. Lönd sem vildu nýta sér kjarnorku til raforkuvinnslu í sínu landi mundu gera samning við SÞ um að reka þá vinnslu og farga úrgangsefnum. Stofnunin mundi svo byggja upp kjarnorkuverið og reka það, en ef vinnslu yrði hætt mundi hún að sama skapi rífa allt niður aftur. Stofnunin tæki ekki við neinum skipunum frá yfirvöldum í einstökum löndum heldur aðeins SÞ.


mbl.is Árás gæti flýtt fyrir kjarnorkuvæðingu Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband