15.1.2008 | 21:21
Nú skal'ða gerast.... o þó
Nú er að verða komið ár síðan að ég opnaði þetta blogg. Á sínum tíma var það ekki síst gert til þess að prufa að segja álit mitt á fréttum, enda var ég þá að vinna að verkefni sem snerti þátttöku almennings í stjórnmálum í víðum skilningi. Þvert á það sem margir gætu haldið var ástæðan nefnilega ekki sú að dugnaður minn á blogg.bifrost.is hafi valdið því að bloggkerfið þar hafi ekki lengur getað tekið við öllum skrifunum. Satt að segja voru afköstin þar ekki mikið meiri en hér, en þetta er fjórða færslan hjá mér á þessu tíu mánaða tímabili. (þar af voru tvær þeirra í raun fyrst birtar á hhs.blog.is)
Hvað um það. Ég ætla ekki að vera með nein fyrirheit um einhver gríðarafköst, þó svo að allt geti gerst. Einfaldlega eingin fyrirheit, áramótaheit eða hortugheit... jú kannski helst það. Ég er búinn að breyta nafninu á blogginu yfir í "skrifað fyrir skúffuna" og þannig hugsa ég það. Ég nefnilega skrifa alltaf töluvert af hugleiðingum á tölvuna þó svo að það nái ekki út á netið - sem betur fer. Sumt af því mætti þó skaðlaust fara beint á netið held ég og þá er þetta ágætis vettvangur til þess. Hvort einhver les það er svo allt annað mál sem ég skipti mér ekki af. Ég á þá allavega backup af einhverju úr skúffunni minni hjá mbl.
Að lokum, þá rakst ég á ansi skemmtilegt póstkort í bókabúð hérna í London í dag. Þegar ég kom heim fann ég myndina af því á netinu líka, svo að ég læt það fylgja. Það er líka vel við hæfi þar sem þetta snertir Íran rétt eins og fyrsta færslan sem ég setti inn á þetta svæði Það þarf reyndar að rýna aðeins í myndina til þess að sjá hvað uncle Sam er í raun að spila.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.