Verjast þarf fleiri björnum en þeim rússneska

Á meðan ríkið setur upp Varnarmálastofnun og leggur í mikinn kostnað við að verja landið og lofthelgina fyrir rússneska birninum og öðrum illmennum, þá bendir Þór Jakobsson veðurfræðingur á að líklegast væri rétt að auka eftirlit með öðrum blóðþyrstum björnum, nefnilega hvítabjörnum, eins og sjá má hér í frétt vísis.  Hann vill að fjölgað verði ísflugferðum Landhelgisgæslunnar í ljósi bjarnaheimsókna síðustu vikna.

Það er náttúrulega samt soldið gamaldags að stunda einhverja ísflugsleiðangra.  Það er miklu skemmtilegra fyrir ráðamenn, og meira inn í dag, að vígbúast allskyns tólum og tækjum sem nota má gegn óskilgreindum ógnum.  Óskilgreindar ógnir eru nefnilega svo askoti heppilegar að því leyti að hugarflugið eitt getur takmarkað hvernig nauðsynlegt er að bregðast við þeim.  Það getur réttlætt hin forvitnilegustu tæki og tól sem gaman er að skoða, fikta í og stjórna.

Skilgreind ógn eins og ísbjörn er bara hundleiðinleg.  Þá sér hver heilvitamaður að ástæðulaust er að hafa meiri viðbúnað en deyfibyssu, búr og einfalda eftirlitsflugvél.  Það er ekkert fútt í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband