29.9.2008 | 13:02
"Ekki við stjórnendur ... að sakast"
Þar höfum við það: "Það er ekki við stjórnendur eða starfsmenn Glitnis að sakast."
Þar með hlýtur að vera fallin sú röksemd að stjórnendurnir þurfi há laun sökum þess hve mikil ábyrgð er á þeirra herðum. Eftir stendur hversu eftirsóknarverðir þeir eru vegna yfirburðarhæfileika. Ofurmenni. Hrun alþjóðlega fjármálaheimsins hlýtur að veikja þá röksemd einnig.
Það eru ekki einhver náttúruöfl að verki eins og skilja má af fréttum. Látið er í það skína, eða sagt berum orðum, að ekkert sé stjórnendunum að kenna heldur sé það bara þessi grimma vonda alþjóðlega fjármálakreppa sem veldur þessu öllu. Hvernig lítur hún út þessi alþjóðlega fjármálakreppa? Er ekki rétt að refsa henni þá? Er hún kannski ósýnileg eins og veðurguðirnir?
Auðvitað eru það uppsöfnuð mistök og glæfraskapur stjórnenda banka út um allan heim sem veldur alþjóðlegri fjármálakreppu. Sumir eiga minni sök, aðrir meir. Þetta er mannanna verk og ber ekki að líta á eins og hverja aðra ófyrirsjáanlega náttúruvá. Gjaldþrot hennar er gjaldþrot ákveðins gildismats og pólitískrar stefnu. Alþjóðleg fjármálakreppa er afurð ákveðins fjármálakerfis og það kerfi þarf að endurskoða.
Geta treyst styrk Glitnis áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það furðulega við þetta allt saman að nú munu alli Sjálfstæðismenn lepja Þetta upp eftir formanninum og segja að þetta sé einhverjum öðrum að kenna, djöfulsins rugl alltaf hreint. Í mínum huga er frjálshyggjan dauð og það þarf að opinbera það fyrir fólki.
Valsól (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:17
já þetta er áhugaverðurpunktur, þetta með ofurlaun vegna ofurmannlegrar ábyrgðar. Svo þegar allt kemur til alls er enginn ábyrgur. Eymingja litlu strákarnir lenda í ofrmannlegum aðstæðum ofurmannlegrar kreppu sem er tilkomin vegna ofrmannlegrar áhættusækni þeirra sjálfra.
Inga (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.