Öfugsnúinn heimur

Það er svolítið merkilegt að bitastæðustu viðmælendurnir og fréttirnar skuli helst birtast í grínþáttum.  Hér er dæmi um viðmælenda, Naomi Klein, sem ætti að vera um allt í heiðvirðum fjölmiðlum en nær helst í gegn á grasrótarstöðvum eins og Democracy Now! eða grínþáttum eins og þessum hér:

Bókin sem hún sendi frá sér síðast, The Shock Doctrine, er sérstaklega áhugaverð fyrir Íslendinga nú þegar við liggjum flöt fyrir fótunum á hverjum þeim sem vilja troða á okkur.  Þar koma fremst í flokki Bretar, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þær klíkur sem honum tengjast.  Ég trúi því þó ekki fyrr en ég tek á því, að við látum troða á okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband