Þingsalur þjóðarinnar

Ég hef nýverið opnað síðu þar sem ég kynni hugmyndir um hvernig gera má almenningi kleift að taka virkan þátt í stjórnun landsins með hagnýtingu internetsins.  Sú hugmynd á vel við í tengslum við stjórnlagaþing, en ég hef þó í huga einfaldari útfærslu fyrir það tiltekna mál - útfærslu sem fljótlegt væri að forrita og koma í gagnið.  Grunn að því kerfi sem ég kynni á síðunni mætti byggja fyrir stjórnlagaþingið og nota svo áfram fyrir Alþingi, sveitastjórnir og mest alla opinbera starfsemi.  Starf stjórnlagaþingsins sjálfs gæti einnig þurft að taka mið af þeirri hugsun, og þeirri raunhæfu tillögu að útfærslu, sem þar er lýst.  Ég mun setja meira um það mál inn á síðuna á næstunni.

Slóðin er http://www.hugveitan.is


mbl.is Lýðræðisskólinn sem þjóðin nam aldrei við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband