11.7.2009 | 22:00
Á meðan Ísland brennur
Á meðan Ísland brennur hyggst Samfylkingin einhenda sér í að byggja Evrópudraum sinn utanum rústirnar enda hafa teikningarnar staðið lengi klárar á teikniborðinu hjá þeim.
Spurning með að nota sömu nálgun á Hótel Valhöll: byggja bara yfir rústirnar áður en glæðurnar eru slokknaðar.
Nei, sama hversu teikningarnar eru fallegar og væntingarnar til endanlegrar niðurstöðu eru góðar þá verður útkoman ekki góð nema byrjað sé á því að slökkva og vinna grunnvinnuna.
Kostnaður við aðildarviðræður að ESB er það fyrsta sem á að skera niður eins og ástandið er og það síðasta til að bæta við nú um stundir.
Við þurfum að slökkva elda og sópa burt spillingunni. ESB hjálpar ekkert í þeim efnum heldur dreifir það kröftum okkar og sóar takmörkuðum peningum.
Þetta er alveg burtséð frá því hvort Ísland eigi heima í ESB í framtíðinni eða ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.