11.7.2009 | 22:10
Óborganlegt
Hér er eitt af þessum óborganlegu viðtölum sem boðið var uppá í gróðærinu óborganlegt í ýmsum skilningi:
http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs
En höfum við lært eitthvað? Geta sambærilegir hlutir gerst aftur?
Mér þykja teikn á lofti um að þeir geti einmitt gerst fyrr en okkur grunar.
Þá á ég við að jafn vanhæfir og Sjálfstæðismenn voru til að standa að einkavæðingu ríkisfyrirtækja, vegna einstrengingsháttar og gagnrýnissnauðrar oftrúar á þá stefnu, þá virðist mér Samfylkingin nákvæmlega jafn vanhæf til þess að semja um inngöngu við Evrópusambandið af sömu ástæðum.
Þegar keyra á stór deilumál með hraði gegnum Alþingi, án þess að fyrir því séu jafnvel annað en huglægar ástæður og óútskýrð óþolinmæði, þá er full ástæða til gjalda varhug við því.
ESB er eitt slíkt mál af mörgum í sögunni. Icesave annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.