28.3.2008 | 11:12
Are we that different?
Nú er uppi á youtube síða með verðlaunamyndböndumí ýmsum flokkum fyrir árið 2007. Sumt af því hef ég séð áður annað ekki. Sem dæmi hafði ég ekki séð það sem vann flokkinn "Politics", en það er algerlega þess virði að skoða. Það heitir "Stop the Clash of Civilizations" og hefur fínan boðskap sem orðið hefur undir í hentistefnu fjölmiðlanna og stjórnmálanna. Það er val hvort við einblínum á muninn milli menningarheima eða horfum á það sem við höfum sameiginlegt. Í því samhengi á svo sem vel við það sem ég setti hér inn áður um "eina jörð, eitt mannkyn". Við hljótum að fara að opna augun fyrir því að þannig er það, og þar sem við höfum bara eina jörð - en ekki fimm - þá þarf að huga að breytingum strax eins og ágætlega er lýst á ráðstefnu International Forum on Globalization, sér í lagi í fyrirlestri Annie Leonard "the story of stuff".
En hér er "Stop the Clash of Civilizations":
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.