Kostnaðarauki við þotuleigur tæp 19%

Burt séð frá öllu tali um hvort ríkisstjórn, eða nokkur yfir höfuð, eigi að líta á einkaþotu sem kost við val á ferðamáta, þá er þessi frétt alveg einstaklega illa unnin. 

Hver er fréttin? Hvað er það sem skiptir máli í þessu?

Ef við höldum okkur algerlega við reikningsdæmið sem lagt er fyrir okkur í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu (en horfum ekki til umhverfisþátta, sem margir horfa þó til, eða "flottræfilsháttar" sem nefndur hefur verið en er þó umdeildari) þá eru nokkur atriði mjög athyglisverð.

Í fyrsta lagi er það fyrirsögnin: "Þotuleigan var 4,2 milljónir".  Hvað segir þetta?  Nákvæmlega ekki neitt, það vantar allan samanburð.  Í öðru lagi, hvað með Svíþjóðarflugið? Það vantar allar upplýsingar um það í fréttina jafnvel þó að um þau bæði sé fjallað í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu.

Sé þetta allt tekið saman kemur í ljós að heildarkostnaður við þessi tvö flug var 6,68 milljónir króna en ekki 4,2 milljónir.  Heildarkostnaðaraukinn við þessi tvö flug, miðað við þær forsendur um kostnað við áætlunarflug sem ráðuneytið gefur sér, er 1.050.000 krónur en ekki 200.000 krónur.  Í heildina er þetta því kostnaðarauki upp á tæp 19%.

Ef skoðaður er kostnaðaraukinn við hvort flug fyrir sig þá er hann vissulega ekki hár fyrir það flug sem minnist er á í fréttinni, eða um 5%, en kostnaðaraukinn við það flug sem ekki er greint frá í fréttinni er rúm 46%.

Hefði verið eðlilegt að láta þessa frétt standa undir fyrirsögninni "Þotuleigan var 46% dýrari"?  Nei, ekki frekar en að sú fyrirsögn sem valin var sé eðlileg.  Er þá fyrirsögnin á þessu bloggi rétta leiðin?  Það er spurning, og gerir minna til.  Nálgunin á að finna það sem markvert er í tilkynningunni held að sé þó örugglega nokk skárri hér.

Burt séð frá öllu sem deila má um varðandi ákvarðanir ráðuneytisins í þessum efnum þá er þessi fréttamennska mjög villandi, og ekki hægt að skýla sér bakvið það að hafa sett hlekk á yfirlýsinguna sjálfa, þó svo að það sé töluverð framför miðað við fréttaflutninginn fyrirleitt.

P.s. Hvað er með þetta "einstaka kynningarverð?"


mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband