Upplýsingamiðlun

Þetta er vissulega ein aðferð til þess að koma á framfæri upplýsingum. Það verður spennandi að sjá hvað það er sem þeir vildu segja en gátu ekki eða vildu ekki segja beint.  Það er í það minnsta engin ástæða til þess að fullyrða að þessi skjöl hafi lent þarna fyrir mistök.

 Humphrey og Bernard

Sir Humphrey Appleby hefði í það minnsta örugglega haft þessa aðferð í vopnabúri sínu.  Ég væri eiginlega hissa ef þetta er ekki frá honum komið.

Nú munu fara í umferð upplýsingar sem hafðar verða fyrir satt - sér í lagi þar sem leyniþjónustan missti þær frá sér án þess að ráða neinu um það, ekkert ritskoðað, ekki neitt.  Sem er auðvitað bull.

En svo heppilega vill til að leyniþjónustan og stjórnvöld munu geta varist allra frétta og neitað að tjá sig um málið.  Upplýsingarnar virka samt áfram sem sú réttlæting sem þær áttu alltaf að vera.  Svo seinna þegar í ljós kemur að allt var uppspuni, þá verður ekki hægt kenna stjórnvöldum og leyniþjónustunni um neitt.  Þá verða það bara fjölmiðlarnir sem fóru offari, ef eitthvað var. Þögn.

En þetta veit BBC auðvitað og ætti ekki að falla fyrir þessu.  Það hefur ýmislegt safnast í reynslubanka blaðamanna síðan 11. september 2001 og í gegnum eftirleik atburðanna sem áttu sér stað þá.

Það verður samt spennandi að sjá hvort eitthvað kemur út úr þessu.


mbl.is Bresk leyniskjöl fundust í lest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leyniskjöl, hefurðu ekki séð auglýsingarnar?

Má skilja að hér hefur Bush verið í heimsókn á tímum Blairs og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.

Það var nóg að vera hér í desember 2006 til að finna að yfirvöld sinntu sínu að natni.

ee (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband